Beinþéttnimæling og Líkamssamsetning

Ferlið

Beinþéttnimæling er einföld rannsókn sem sýnir ástand beina á augabragði. Við rannsóknina er notaður svokallaður DXA-skanni (e. Dual-energy X-ray Aborptiometry).  Skanninn notar lága skammta af röntgengeislun til að meta beinþéttnina.   Til viðbótar við beinþéttnimælingu er líka hægt að meta  líkamssamsetningu (body composition) og fitu dreifingu (core scan).  

Með tækinu er því hægt að veita einstaklingum ítarlega greiningu á helstu þáttum líkamans, þ.e. á fitu, vöðva og beinum.

Engan sérstakan undirbúning þarf fyrir beinþéttnimælingu.

Hægt er að fá tíma í beinþéttnimælingu með eða án tilvísunar frá lækni. 

Ef að læknir sendir rafræna beiðni um beinþéttnimælingu höfum við samband við þig samdægurs og finnum tíma í rannsókn. 

Ef þú ert ekki með beiðni þá geturðu haft samband við okkur í síma 551-9333 og við gefum þér tíma í skannan. 

Beinþéttnimæling er á kr. 12.000,-

Líkamssamsetning er á kr. 12.000,-

Beinþéttnimæling og líkamssamsetning er á kr. 24.000,-