Aðgangur að niðurstöðum

Heilbrigðisstarfsmenn geta nálgast niðurstöður með rafrænum hætti.

Með því að fá rafrænan aðgang að beiðnakerfi hjá okkur geta heilbrigðisstarfsmenn einnig fengið aðgang að myndum og niðurstöðum með rafrænum hætti. Það er fljótlegast og skilvirkasta leiðin til þess að nálgast niðurstöður rannsókna, en þá þurfa heilbrigðisstarfsmenn að vera búnir að sækja um aðgang að kerfum okkar.

Við höfum tvær leiðir til að tengjast kerfinu okkar:

“Opna vefgátt”,  öðru nafni RISWEB veitir fullan aðgang að öllum myndum og svörum hjá Röntgen Domus og öðrum rafrænum myndgeymslum á Íslandi, auk þess er möguleiki á að senda rafræna beiðni og nota skilaboðaskjóðu. Gáttin notast við Citrix öryggislausn og því nauðslynlegt að hlaða niður Citrix Workspace í fyrsta skipti þegar farið er inn á hverja tölvu.

“Vefgátt léttútgáfa” veitir aðgang að öllum niðurstöðum og myndum hjá Röntgen Domus. Virkar á hvaða tölvu eða snjalltæki sem er og þarfnast ekki neinnar sérstakrar uppsetningar.

RISEWEB 

RISWEB veitir læknum  aðgang að myndum strax að rannsókn lokinni. Strax eftir úrlestur röntgenlæknis liggja niðurstöður fyrir þar sem  hægt er að hlusta á upptöku áður en búið er að skrifa niðurstöðuna. 

Til þess að fá aðgang þurfa læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk að gera við okkur samning um aðgang með því að fylla út þar til gerð eyðublöð og senda okkur. 

Bráðarannsóknir og svör

Skyndisvar er alla jafna óstaðfest svar og er afhent sjúklingum sé um það beðið á beiðni.  Athugið að aðgangur að RISWEB veitir aðgang að niðurstöðu um leið og röntgenlæknir hefur lesið úr rannsókn (upptaka eða skrifað svar eftir atvikum).