Rafrænar beiðnir

Allir læknar geta sent okkur beiðni um rannsókn með rafrænum hætti.

Við bjóðum læknum þrjár leiðir til að senda okkur beiðni um myndgreiningu:

  • Rafræn beiðni í gegnum RISWEB
  • Rafræn beiðni í gegnum Sögukerfið
  • Beiðni með rafrænum skilríkjum  (Tengjast HÉR )

Rafrænu beiðnirnar birtast okkur um leið og þær eru sendar. Við höfum þá strax samband við viðkomandi einstakling og bjóðum honum tíma. 

Ekki þarf að bóka tíma í almennar röntgenrannsóknir og tölvusneiðmyndir, en fyrir allar aðrar rannsóknir þarf að bóka tíma. 

RISWEB 

Auk þess að geta sent inn beiðni um rannsókn með rafrænum og einföldum hætti veitir RISWEB læknum  aðgang að myndum strax að rannsókn lokinni. Strax eftir úrlestur röntgenlæknis liggja niðurstöður fyrir þar sem  hægt er að hlusta á upptöku áður en búið er að skrifa niðurstöðuna. 

Til þess að fá aðgang þurfa læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk að gera við okkur samning um aðgang með því að fylla út þar til gerð eyðublöð og senda okkur. 

SAGA 

Röntgen Domus tekur á móti rafrænum beiðnum í gegnum Sögu og sendir þá niðurstöður rafrænt til baka.  Niðurstöður eru sendar jafnskjótt og rannsókn er lokið sem er oft sama dag og sjaldan síðar en eftir þrjá virka daga.

Bráðarannsóknir og svör

Skyndisvar er alla jafna óstaðfest svar og er afhent sjúklingum sé um það beðið á beiðni.  Athugið að aðgangur að RISWEB veitir aðgang að niðurstöðu um leið og röntgenlæknir hefur lesið úr rannsókn (upptaka eða skrifað svar eftir atvikum).

Beiðni á pappír – niðurstaða á pappír

Ef beiðni berst okkur á pappír er niðurstaðan send á pappír til baka og er alla jafna póstlögð innan tveggja virkra daga frá rannsókn.