Röntgen
Röntgenmyndir eru teknar af beinum líkamans. Myndatakan tekur oftast stutta stund og ekki þarf að undirbúa sig sérstaklega fyrir röntgenmyndatöku. Ef læknir hefur pantað rannsókn þarf ekki að panta tíma.

Ferlið
Þegar þú mætir í röntgenmyndatöku ferðu inn í herbergi þar sem starfsmaður stillir þér upp, allt eftir því hvað bein á að mynda. Fatnað og skart sem getur skyggt á rannsóknarsvæðið þarf að fjarlægja áður en myndað er.
Hvort þú stendur, situr eða liggur á rannsóknarbekk fer eftir því hvaða svæði á að mynda. Starfsmenn byrja á því að stilla þér upp og fara svo úr myndatökuherberginu áður en myndað er. Magn geisla er ekki hættulegt fyrir þig en ástæða þess að starfsfólkið fer út er að þau taka margar myndir á hverjum degi.
Röntgenmyndatækið gefur frá sér lágt suð á meðan geislun fer fram og tekur aðeins nokkrar sekúndur.
Röntgenmyndatökur krefjast ekki sérstaks undirbúnings. Þó þarf að fjarlægja fatnað og skartgripi sem geta skyggt á rannsóknarsvæðið.
Röntgenrannsóknir taka oftast mjög stuttan tíma, mikilvægast er að börn séu kyrr á meðan myndir eru teknar. Þau finna ekkert fyrir því.
Foreldrar mega vera með börnum sínum í röntgenmyndatöku og þurfa oft að hjálpa börnunum við að vera alveg kyrr á meðan myndin er tekin. Foreldrar þurfa að klæðast blýsvuntu á meðan myndað er til að verjast óþarfa geislun.
Ef læknir hefur sent beiðni vegna röntgenrannsóknar þarf ekki að panta tíma.
Hægt er að koma frá kl. 8.00-15.30 alla virka daga í Domus Medica á Egilsgötu, Læknasetrið Þönglabakka eða Heilsugæsluna Höfða á Bíldshöfða og fá myndatöku án tímapöntunar.