Skyggnirannsóknir

Skyggnirannsóknir eru fyrst og fremst gerðar á meltingarvegi. Notast er við baríum-skuggaefni sem þarf að innbyrða á meðan á rannsókn stendur.

Hospital interior with mri scanner vector illustration

Ferlið

Skyggnirannsóknir eru aðeins mismunandi eftir því hvaða hluta meltingavegarins á að rannsaka. Í öllum tilfellum þarftu að fjarlægja allt sem getur skyggt á rannsóknarsvæðið, fatnað, skartgripi og slíkt. 

 • Vélinda – engin þörf á föstu
 • Magarannsókn – fasta frá miðnætti
 • Mjógirni – Fljótandi fæði daginn fyrir rannsókn og fasta frá miðnætti

Þegar þú mætir síðan í rannsóknina þarftu að innbyrða skuggaefni (baríum) sem er notað í myndatökunni.

Rannsóknin getur tekið frá 10 mínútum upp í klukkustund og þegar mjógirnið er rannsakað getur hún tekið nokkrar klukkustundir.

Í flestum tilfellum færðu skuggaefni í æð á meðan á rannsókn fer fram. Eftir það þarf að gera hlé á inntöku sykursýkislyfja í 2 daga og drekka meira vatn en venjulega næstu daga. 

Tími rannsóknar er mismunandi eftir því hvað er verið að rannsaka:

 • Höfuð: 10 mínútur, enginn undirbúningur, stundum gefið skuggaefni.
 • Háls: 10 mínútur, enginn undirbúningur, oft gefið skuggaefni.
 • Brjósthol: 10 mínútur, enginn undirbúningur, stundum gefið skuggaefni.
 • Kransæðar: 90 mínútur, ekkert koffín eða tóbak fyrir rannsókn. Alltaf gefið skuggaefni.
 • Kviðarhol: 20 mínútur, oftast gefið skuggaefni.
 • Ristill: 30 mínútur. Undirbúningur fyrir rannsókn á ristli hefst 2 sólahringum fyrr. Sjá leiðbeiningar með því að smella hér
 • Hryggur: 10 mínútur, enginn undirbúningur.
 • Útlimir: 10 mínútur, enginn undirbúningur.

Í flestum tilfellum þarf að fasta frá miðnætti áður en rannsókn hefst.

Þegar börn fara í þessa rannsókn þarf sjaldnast sérstakan undirbúning. Barnið gæti þurft að fasta frá miðnætti og fá svo skuggaefni (Barium) að drekka. Það er skaðlaust efni, hvítur þykkur vökvi með sætu bragði. Það fer eftir aldri hvort það er gefið í gegnum snuð, sprautu eða drukkið úr glasi.

 

Nánari leiðbeiningar fá foreldrar frá lækni sem vísar barni í rannsóknina

Eftir að læknir hefur sent rafræna beiðni um skyggnirannsókn höfum við samband við þig samdægurs og finnum tíma í rannsókn. 

Læknirinn sem sendi beiðnina fær svo niðurstöður rannsóknarinnar mjög fljótlega og kynnir þær fyrir þér. Algengur biðtími er 1-2 dagar.