Spurningar og ráð

Gjaldskrá fyrir rannsóknir hjá okkur í Röntgen Domus ákvarðast af Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) og má skoða inni á síðunni sjukra.is/gjaldskrá.

Greiðsluþátttaka sjúklinga er mismunandi eftir stöðu hverju sinni í greiðsluþátttökukerfi SÍ og þarf því að skoða í hverju tilfelli hve stóran hluta gjaldsins hver einstaklingur þarf að greiða.

Við hvetjum þig til að skrá þig inn á sjukra.is og sjá hver þín staða er.

Tilvísun/Beiðni læknis

Myndgreiningar eru eingöngu gerðar samkvæmt beiðni læknis. Flestir læknar senda beiðni um myndgreiningu með rafrænum hætti þegar ákvörðun um rannsókn er tekin. 

Athugið að þegar komið er með börn í rannsókn þarftu af framvísa tilvísun frá heimilislækni til að tryggja greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga. Það er ekki nóg að koma með tilvísun frá sérfræðilækni. 

Fyrir rannsókn

Undirbúningur fyrir rannsóknir er mismikill, í mörgum tilfellum þarftu ekki að undirbúa þig sérstaklega. Almennt þarftu að hafa í huga að það þarf að fjarlægja fatnað og hluti sem geta skyggt á rannsóknarsvæðið svo sem skartgripi. Þess vegna er gott að mæta í rannsókn í fötum sem auðvelt er að fara úr. Þú getur fundið upplýsingar um allar rannsóknir sem við framkvæmum hér á vefnum, undir “Rannsóknir” í valmyndinni efst.

Í rannsókn

Rannsóknir taka mislangan tíma, allt frá 10 mínútum upp í allt að 2 klukkustundum. Hér á vefnum okkar getur þú séð hvað þú þarft að áætla langan tíma í rannsóknina. 

Við gerum alltaf allt sem við getum til þess að þér líði vel en það getur auðveldað þér heimsóknina að lesa um þá rannsókn sem þú ert að fara í. Smelltu á hlekkinn “Rannsóknir” í valmyndinni og finndu þína rannsókn. 

Börn í rannsókn

Almennt gildir allur sami undirbúningur fyrir börn og fullorðna. Börn eru stundum viðkvæmari fyrir því sem þau þekkja ekki og oft hjálpar það þeim heilmikið að vita út í hvað þau eru að fara. Við mælum þess vegna með því að þú skoðir þær upplýsingar sem hér eru, sýnir þeim myndir af tækjunum o.s.frv. 

Þegar kona er þunguð eða grunur um þungun liggur fyrir er unnið eftir ákveðnum verklagsreglum:

  • Ef vitað er að kona er þunguð þarf að sýna sérstaka aðgæslu m.t.t. geislavarna.
  • Ef kona telur sig ekki vera þungaða getur rannsókn farið fram.
  • Ef óvissa er um þungun af einhverjum orsökum, skal líta á viðkomandi konu sem þungaða.

Sérstakrar varúðar er þörf ef kona er á 8. – 15. viku meðgöngu vegna hugsanlegra áhrifa rannsóknanna á miðtaugakerfi fósturs. 

Ef það er læknisfræðilega verjandi að fresta rannsókn gerum við það en annars reynum við að nota áhættuminni rannsóknir fyrir fóstrið. 

Ef ekki er hægt að fresta rannsókn gerum við sérstakar varúðarráðstafnir vegna geislavarna og takmörkum fjölda mynda og lengd skyggnitíma eins og hægt er. 

Aðalatriðið er að láta okkur vita ef minnsti grunur leikur á að þú sért þunguð. 

Eingöngu notað í tölvusneiðmyndatökum.

  • Gefið í bláæð í olnbogabót á meðan á rannsókn stendur.
  • Þú finnur  líklega fyrir hitastraumi frá hálsi og niður í þvagblöðru.
  • Þú gætir fundið járnbragð í munni. 
  • Áhrifin líða hratt hjá og eru eðlileg.
  • Mikilvægt að drekka u.þ.b. einn lítra af vatni aukalega í tvo daga eftir rannsókn. 

Ef þú veist af ofnæmi fyrir joð-skuggaefnum, láttu okkur þá vita þegar tími í rannsókn er bókaður.  Stundum er hægt að gera rannsóknina án skuggaefnis eða þá með notkun ofnæmislyfja samhliða rannsókninni. 

Þeir sem taka lyf við sykursýki 2 þurfa einnig að láta okkur vita. Sleppa þarf sumum sykursýkislyfjum í tvo sólahringa eftir skuggaefnisgjöf. Geislafræðingur fer yfir það í rannsókninni. 

Gadolinium skuggaefni 

Gadolinium-skuggaefni eru notuð í sumum segulómrannsóknum og þeim er oftast dælt í  bláæð í handlegg. Fæstir finna nokkuð fyrir því, en sumir finna málmbragð. 

Skuggaefni fyrir meltingaveg

Skuggaefni fyrir meltingarveg eru oftast þunnar baríum blöndur, en einnig er hægt að nota joð skuggaefni (fyrir röntgenrannsóknir). Það fer eftir eðli rannsóknar hvort skuggaefni er drukkið fyrir rannsókn eða á meðan á henni stendur, og tíminn getur einnig verið mismunandi langur.

Baríum skuggaefni er stemmandi og við mælum með því að þú drekkir meiri  vökva en vanalega eftir rannsókn.

  • Sykursýki hefur almennt ekki áhrif á rannsóknir.
  • Hætta þarf inntöku sumra sykursýkislyfja við langvinnri sykursýki í tvo sólahringa eftir inngjöf skuggaefnis í tölvusneiðmyndarannsóknum. Geislafræðingur fer yfir það í rannsókninni.
  • Tölvusneiðmyndir af kviðarholi.
  • Nýrnamyndatökur
  • Æðamyndatökur

Þegar joð-skuggaefni er gefið í æð er algengt að fólk finni fyrir hitastraumi alveg frá hálsi og alla leið niður í þvagblöðru og jafnvel svo að fólk hefur það á tilfinningunni að það sé að pissa. Auk þess finna margir fyrir málmbragði í munni. Þetta líður hratt hjá og telst til eðlilegra viðbragða og eru ekki ofnæmisviðbrögð.

Ef þú hefur áður sýnt ofnæmisviðbrögð við joð-skuggaefni skaltu láta vita þegar tími í rannsókn er bókaður. Í þeim tilvikum þarf að framkvæma rannsóknina án skuggaefnisinndælingar eða undirbúa rannsóknina sérstaklega með ofnæmislyfjum.  Þetta er metið í hverju tilfelli fyrir sig. 

Lykilatriði er að þú látir okkur vita tímanlega ef þú hefur sýnt ofnæmisviðbrögð við joð-skuggaefni áður.

Ef barn 2-18 ára kemur með beiðni um myndgreiningu beint frá heilsugæslulækni (heimilislækni),  greiðir það ekkert gjald fyrir þjónustuna.

Ef barn 2-18 ára fær beiðni fyrir myndgreiningu frá sérgreinalækni, t.d. barnalækni, þarf að greiða gjald fyrir myndgreininguna samkvæmt gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, nema ef tilvísun frá heilsugæslulækni til sérgreinalæknisins fylgi með.

Börn með umönnunarmat og börn yngri en 2 ára greiða ekki gjald fyrir komu.

Um greiðsluþátttöku barna og tilvísanir fyrir börn má nánar lesa á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands.

Þeir senda svo niðurstöðurnar til þess læknis sem vísaði þér til okkar og það er sá læknir sem hefur samband við þig og tilkynnir niðurstöðu rannsóknarinnar. 

Þeir sem þess óska geta sótt niðurstöður sínar til okkar, gegn framvísun persónuskilríkja. 

Langflestum rannsóknum er svarað samdægurs og samstundis ef óskað er eftir því.