Starfsmannastefna
Hæft og traust starfsfólk sem sinnir starfi sínu af alúð og metnaði.
Læknifræðileg myndgreining ehf. sækist eftir hæfu og traustu starfsfólki, sem vill vinna af heilindum og eldmóði að því að veita neytendum framúrskarandi þjónustu í myndgreiningu.
Laða að framúrskarandi starfsfólk
Markmið LM er að laða til sín hæft og traust starfsfólk sem skilar framúrskarandi árangri. Slíkt fæst með því að bjóða fullkomna vinnuaðstöðu og krefjandi vinnuumhverfi sem miðar að því að ná því besta út úr sérhverjum starfsmanni.
Ráðningarferli og starfsmannaval mótast af tilfinningagreind stjórnenda – við val á starfsfólki er metin menntun, reynsla, færni og hæfni til mannlegra samskipta. Ávallt er haft að leiðarljósi að nýir starfsmenn falli sem best inn í liðsheildina; fyrirtækinu og öðrum starfsmönnum til hagsbóta.
Fræðsla og upplýsingamiðlun til að auka færni
Það er stefna LM að styðja starfsfólk sitt til að leita sér fræðslu til að auka færni sína í starfi. Hver starfsmaður er ábyrgur fyrir því að viðhalda eigin þekkingu og því nauðsynlegt að hann fylgist vel með því sem í boði er. Áhersla er lögð á að starfsmenn fái öruggar upplýsingar beint frá eigendum LM.
Starfsþróun til að takast á við ný verkefni
Það er stefna LM að gefa starfsmönnum kost á að þróast í starfi innan fyrirtækisins. Slíkt er báðum aðilum í hag, starfsmaður eykur við reynslu sína og fyrirtækið nýtur krafta starfsmannsins betur en ella.
Starfsþróun er sameiginlegt verkefni starfsmanna og LM, en bestu möguleikarnir fást með framúrskarandi frammistöðu og frumkvæði í starfi. Það er markmið LM að starfsmenn séu samkeppnishæfir á markaði hér heima sem og á alþjóðlegum markaði.
Hvetjandi og nærandi starfsumhverfi
Leitast er við að hafa vinnuumhverfi, tæki og aðbúnað starfsmanna hvetjandi og aðlaðandi. Starfsmenn vinna almennt í opnu umhverfi sem styttir boðleiðir. LM leitast við að mæla viðhorf starfsmanna til vinnustaðarins og notar niðurstöðurnar til umbóta. Rík áhersla er lögð á heilsuvernd og öryggi starfsmanna svo að vinnuumhverfið fullnægi kröfum um vinnuvernd.
Snerpa til að tryggja samkeppnishæfni
Samkeppnisumhverfi LM kallar á að fyrirtækið sýni snerpu og lagi sig fljótt að breyttum þörfum neytenda á sviði myndgreiningar. Skipulag starfseininga og verkefni starfsmanna taka breytingum í því skyni.
LM gerir þá kröfu til starfsmanna um að þeir sýni sveigjanleika og aðlögunarhæfni til að takast á við ný verkefni. LM leggur áherslu á að vanda til verka svo breytingar gangi hratt og vel fyrir sig.
Starfsánægja, jafnvægi og góður vinnuandi
Hjá LM er lagt upp úr starfsánægju, góðum starfsanda og vellíðan starfsmanna. Áhersla er lögð á opin skoðanaskipti og góða miðlun upplýsinga. Stuðlað er að jafnrétti starfsmanna til launa og starfstækifæra, samræmingu starfs og fjölskyldulífs, góðum starfsanda og jákvæðum, uppbyggjandi samskiptum milli samstarfsmanna.
Starfskjör og hlunnindi taka mið af eðli starfs, ábyrgð, álagi, frammistöðu og markaðsaðstæðum.
Siðfræði
Lögð er áhersla á mikilvægi þess að starfsfólk virði siðareglur starfsstétta og trúnað gagnvart sjúklingum og samstarfsfólki um persónuleg og viðkvæm mál.