Um okkur

Röntgen Domus er elsta og stærsta fyrirtækið innan læknisfræðilegrar myndgreiningar á Íslandi. 

Við notum nýjustu tækni í læknisfræðilegri myndgreiningu

Röntgen Domus er elsta og stærsta fyrirtækið innan læknisfræðilegrar myndgreiningar á Íslandi. Við framkvæmum nær 60 þúsund rannsóknir á ári. Hjá fyrirtækinu starfa u.þ.b. 40 manns með breiða þekkingu og langa reynslu. 

Hjá fyrirtækinu eru 9 sérfræðilæknar sem mynda öflugt teymi með sérþekkingu á flestum undirgreinum fagsins svo sem hjarta- og lungnasjúkdómum, stoðkerfissjúkdómum, barnasjúkdómum, meltingarsjúkdómum, gigtarsjúkdómum, sjúkdómum í kvenlíffærum, þvagfærum, brjóstum og ísótópagreiningum svo eitthvað sé nefnt.

 

Við kappkostum að veita góða þjónustu og halda biðlistum stuttum. Yfir 90% rannsókna er svarað samdægurs þar af um 60% innan 3 klst. Öllum rannsóknum sem geta talist bráðar er svarað jafnóðum. Um það bil 30% rannsókna eru skoðaðar af tveimur læknum til að tryggja öryggi og gæði.

Fyrirtækið leggur metnað í fræðslu, endurmenntun og upplýsingamiðlun til að auka færni starfsmanna. Það er stefna RD að gefa starfsmönnum kost á að þróast í starfi innan fyrirtækisins og að starfsmenn séu samkeppnishæfir á markaði hér heima sem og á alþjóðlegum markaði og mæti þeirri eftirspurn sem gerð er til starfseminnar.

Röntgen Domus er viðurkennd kennslustofnun af Háskóla Íslands fyrir bæði læknanema og geislafræðinema.

300+

Rannsóknir á dag

40

Starfsfólk

Fagmennska í fyrirrúmi

Röntgen Domus hefur verið leiðandi fyrirtæki á sviði myndgreiningar á Íslandi bæði hvað varðar tækjabúnað og fjölbreytileika rannsókna. Röntgen Domus hefur verið brautryðjandi í upptöku nýjunga og lagt mikið uppúr gæðamálum. Fyrirtækið hefur alltaf kappkostað við að geta boðið uppá allar rannsóknategundir og sinnt skjólstæðingum sínum heildrænt.

Nýjasta tækni

Fyrirtækið er leiðandi hvað varðar tækjabúnað og fjölbreytileika rannsókna.

Hæft starfsfólk​

Fyrirtækið leggur metnað í fræðslu, endurmenntun og upplýsingamiðlun til að auka færni starfsmanna.

Hvetjandi starfsumhverfi

Leitast er við að hafa vinnuumhverfi, tæki og aðbúnað starfsmanna hvetjandi og aðlaðandi og boðleiðir sem stystar.

Markmið

Fyrirtækið vill vera leiðandi í læknisfræðilegri myndgreiningu og laða til sín hæft starfsfólk sem skilar framúrskarandi árangri.

Starfsfólk

Ritarar

Röntgenlæknar

Nafn Tilnefning Tölvupóstur
Arndís Magnúsdóttir
Heilbrigðisgagnafræðingur
arndis@rd.is
Harpa Karlsdóttir
Heilbrigðisgagnafræðingur
harpak@rd.is
Íris Björnsdóttir
Ritari
irisb@rd.is
Guðrún Magnúsdóttir
Heilbrigðisgagnafræðingur
gudrunm@rd.is
María Björg Þórhallsdóttir
Ritari
mariab@rd.is
Nafn Tilnefning Tölvupóstur
Eiríkur Gunnlaugsson
Röntgenlæknir
eirikur@rd.is
Bjarki Ívarsson
Röntgenlæknir
bjarki@rd.is
Guðmundur J. Elíasson
Röntgenlæknir
gudmundur@rd.is
Halldór Örn Ólafsson
Röntgenlæknir
halldoro@rd.is
Hjördís Sunna Skírnisdóttir
Röntgenlæknir
hjordiss@rd.is
Jörgen Albrechtsen
Röntgenlæknir
jorgen@rd.is
Kristín Ólína Kristjánsdóttir
Röntgenlæknir
kristino@rd.is
Magnús Baldvinsson
Röntgenlæknir
magnusba@rd.is
Margrét Sturludóttir
Röntgenlæknir
margrets@rd.is
Sigríður Margrét Möller
Röntgenlæknir
sigridur@rd.is

Geislafræðingar

Nafn Tilnefning Tölvupóstur
Aðalheiður Íris Hjaltadóttir
Geislafræðingur
iris@rd.is
Andrea Hlín Guðnadóttir
Geislafræðingur
andreah@rd.is
Arna Ásmundardóttir
Geislafræðingur
arna@rd.is
Ágústa Dröfn Sigmarsdóttir
Geislafræðingur
agusta@rd.is
Dagný Sverrisdóttir
Geislafræðingur
dagny@rd.is
Elsa Dögg Áslaugardóttir
Geislafræðingur
elsa@rd.is
Guðlaug Sigríksdóttir
Geislafræðingur
gudlaug@rd.is
Guðrún Dís Magnúsdottir
Geislafræðingur
gussy@rd.is
Gunnhildur L. Sigurðardóttir
Geislafræðingur
gunny@rd.is
Hafrún Sigurðardóttir
Geislafræðingur
hafrun@rd.is
Harpa Soffía Einarsdóttir
Geislafræðingur
harpase@rd.is
Ingunn Jónsdóttir
Geislafræðingur
ingunnj@rd.is
Kristlaug Vera Jónsdóttir
Geislafræðingur
kristlaug@rd.is
Melkorka Brá Karlsdóttir
Geislafræðingur
melkorka@rd.is
Stella María Thorarensen
Geislafræðingur
stella@rd.is
Þuríður Halldórsdóttir
Geislafræðingur
turidur@rd.is

Annað starfsfólk

Nafn Tilnefning Tölvupóstur
Auður Gunnarsdóttir
Móttaka
audur@rd.is
Bryndís Axelsdóttir
Móttaka
brindisax@rd.is
Christine Velasco
Móttaka
christine@rd.is
Guðrún Þorvaldsdóttir
Móttökustjóri
gunna@rd.is
Júlía Isaksen
Móttaka
julia@rd.is
Rósa S. Steingrímsdóttir
Móttaka
rosa@rd.is
Sigrún Hinriksdóttir
Móttaka
sigrun@rd.is
Steinunn Hega Erlingsdóttir
Móttaka
heba@rd.is
Sólveig Jóhannsdóttir
Framkvæmdastjóri
solveigj@rd.is
Mirasol Lindbergsson
Ræsting
mirasol@rd.is

Staðsetningar

Egilsbakka 3, 101 Rvk
Þönglabakka 6, 109 Rvk
Bíldshöfða 9, 110 Rvk

Símanúmer

551-9333

Netfang

rd@rd.is